Nýjast á Local Suðurnes

Ráðist á barns­haf­andi konu í Sand­gerði

Ráðist var á þungaða konu í Sand­gerði nú und­ir kvöld en ger­and­inn ók ölvaður af vett­vangi. Sam­kvæmt lög­regl­unni á Suður­nesj­um var ger­and­inn vinnu­fé­lagi maka kon­unn­ar. Höfðu báðir haft áfengi um hönd og kon­unni og ger­anda lent sam­an með fyrr­greind­um af­leiðing­um.

Kon­an var færð á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja til aðhlynn­ing­ar en meiðsli henn­ar munu vera minni hátt­ar. Lög­regla leit­ar nú manns­ins.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um greindi upp­runa­lega frá mál­inu á Twitter-aðgangi sín­um. Nú stend­ur yfir ár­legt Twitter-maraþon lög­regl­unn­ar und­ir myllu­merk­inu #löggu­tíst þar sem lög­regl­an á Norður­landi eystra, lög­regl­an á Suður­nesj­um og lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu nota sam­fé­lags­miðil­inn til að segja frá öll­um verk­efn­um.

Uppfært kl. 19:58:

Lögregla hefur hefur sent frá sér skilaboð varðandi atburðarásina í málinu, sem er ekki eins og henni var lýst í upphaflegri tilkynningu: