sudurnes.net
Ráðherra samgöngumála fyrir kosningar: „Við erum náttúrulega á móti veggjöldum.“ - Local Sudurnes
Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Hveragerði, segir alla fulltrúa núverandi ríkisstjórnarflokka, í Suðurkjördæmi, hafa verið á móti veggjöldum fyrir síðustu kosningar en hafa samt, nú rúmu ári síðar allir samþykkt veggjöld. Njörður skrifaði pistil um málið á Facebook, en þar segist hann hafa hlustað á þátt sem tekinn var upp í aðdraganda kosninga í Suðurkjördæmi. Þetta sögðu núverandi alþingismenn og ráðherra á þeim tíma: – Sigurður Ingi Jóhannsson (B): „Við erum náttúrulega á móti veggjöldum.“ – Heiða Guðný Ásgeirsdóttir (V): „Nei við höfum ekki verið hlynnt veggjöldum í Vinstri grænum.“ – Páll Magnússon (D): „Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins að leggja á veggjöld. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi eru á móti því að það verði lögð á veggjöld.“ Auk þess sagðist Birgir Þórarinsson (M) þetta: „Miðflokkurinn er á móti veggjöldum.“ Fulltrúi Miðflokksins samþykkti veggjöld í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis á dögunum. Meira frá SuðurnesjumSuðurnesjalöggur með leikhæfileika kynna ný umferðarlögBirta áhugavert myndband frá framkvæmdum við flugstöðinaLöggan á léttum nótum – #keilan og hestur tekinn með grasEinn á dag tekinn undir áhrifum fíkniefna við aksturÚtbýr ókeypis fjarnámskeið – Taktu þátt í að velja námsefnið!Guðbrandur tekjuhæstur sveitarstjórnarmannaLjósmæður fengu flottar gjafir – “Hlýhugur sem snertir okkur djúpt”Jólagjöfin í ár fæst hjá Lögreglunni á Suðurnesjum – Hafðu [...]