Nýjast á Local Suðurnes

Ráða sérfræðinga í sáttamiðlun til að bæta vinnuumhverfi á bæjarskrifstofum

Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Grindavíkurbæjar kynntu bæjarráði sveitarfélagsins verklýsingu frá sálfræðistofunni Líf og sál, en fyrirtækið sérhæfir sig meðal annars í sáttamiðlun og greiningum á sálfélagslegum áhættuþáttum á vinnustöðum. Töluvert hefur verið um uppsagnir á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar í kjölfar endurráðningar bæjarstjórans eftir síðustu kosningar.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs óskaði á fundinum eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 2.410.000 kr. til að kosta verkefnið.

Bæjarráð lagði til á fundinum að bæjarstjórn samþykkti viðaukann við fjárhagsáætlunina.