Nýjast á Local Suðurnes

Prófkjör Pírata í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninga hefst 2. ágúst

Tekið verður við framboðum í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninga sem fyrirhugaðar eru í haust frá og með 4. júlí næstkomandi. Rétt til framboðs eiga allir þeir skráðir Píratar sem uppfylla skilyrði um kjörgengi til Alþingiskosninga.

Kosning í prófkjörinu hefst þann 2. ágúst og tekið verður við framboðum fram að þeim tíma. Kosningu lýkur svo þann 12. ágúst. Kosningarétt í prófkjörinu hafa þeir sem eiga lögheimili í Suðurkjördæmi og hafa verið skráðir Píratar í 30 daga. Frambjóðendur sem skrá sig í flokkin eftir 11. júlí eða eiga lögheimili utan kjördæmis munu því ekki geta kosið í prófkjörinu þótt þeir geti boðið sig fram.

Mánudaginn 18. júlí hefst kynningartímabil sem stendur í tvær vikur. Frambjóðendum er boðið upp á aðstoð við utanhald um kynningarsíður, myndatökur og fleira. Frambjóðendur sem tilkynna framboð sitt eftir 18. júli eiga á hættu að missa af kynningartækifærum á vegum aðildarfélaga.