sudurnes.net
Pólsk menningarhátíð í þriðja sinn - Local Sudurnes
Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ er nú haldin í þriðja sinn dagana 2. – 8. nóvember. Um fimmtungur allra íbúa Reykjanesbæjar er af pólskum uppruna og með hátíðinni fá bæjarbúar innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti. hátíðin sé með breyttu sniði í ár, eins og annað. Hún teygir sig yfir heila viku og verða allir viðburðir hátíðarinnar aðgengilegir á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins og vefsíðu viðburðarins. Saman í krafti fjölbreytileikans er yfirskrift hátíðarinnar í ár enda sjaldan mikilvægara að standa saman, segir á vef sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um sveitarfélagið og njóta útiverunnar um leið og þeir skoða listsýningar sem verða í verslunargluggum á Hafnargötunni og sérstakt veggjalistarverk verður sett á vegginn aftan við gömlu sundhöllina. Á föstudagskvöldið verður hægt er að skella sér í bílabíó og njóta pólskrar kvikmyndamenningar. Allir fá tækifæri til þess að læra að elda framandi mat og sérstök barnadagskrá verður á Facebook síðu Bókasafnsins. Meira frá SuðurnesjumKeflvíkingar fresta þorrablótiPólsk menningarhátíð á laugardag – Hægt að kíkja í ,,heimsókn“ á pólskt heimiliCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðMystery Boy á Stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu – Áhugaverðasta áhugaleiksýning ársinsFlottir viðburðir á Fjölskyldu- og menningardögum í GarðiDuus safnahús og Rokksafnið komu vel út úr þjónustukönnunFerskir [...]