sudurnes.net
Pokémon-æði á Suðurnesjum - Sjáðu hvar þá er að finna! - Local Sudurnes
Sannkallað Pokémon-æði virðist hafa gripið land­ann og þar með Suðurnesjamenn, eftir að tölvuleikjaframleiðandinn Ni­antic gaf út tölvu­leikinn Pokémon Go á dögunum. Leik­ur­inn ger­ist í raun­heim­um, þar sem spil­ar­ar ganga um göt­ur og reyna að fanga lít­il furðuleg skrímsli, svokallaða Pokémona, sem leyn­ast víða. Mark­miðið er að safna öll­um Pókemonum sme menn geta nálgast, en þau eru á annað hundrað eins og er. Þá eru svo­kallaðar stöðvar eða gym, eins og það er kallað á ensku og pokestopp víða, en stöðvarnar og stoppin þurfa spil­ar­ar að heim­sækja. Á poké­stopp­un­um geta spil­ar­ar nálg­ast ýms­ar nytja­vör­ur á borð við poké­kúl­ur, sem notaðar eru til að fanga Pokémona, en stöðvarn­ar eru staðir sem spil­ar­ar geta komið sín­um Pokémon­um fyr­ir á og tekið yfir stöðina fyr­ir sitt lið. Í augnablikinu er boðið upp á þrju lið, gult, blátt og rautt – Bláa liðið er langvinsælast á Íslandi í augnablikinu. Fjöldi stöðva og pokéstoppa (punkta) er á Suðurnesjum – Þá má finna með því að smella á tengil í greininni Fjöldi stöðva og pokéstoppa (punkta) er á Suðurnesjum, en alla punkta landsins má finna á Íslandskorti, sem unnið er með Google Maps. Punkt­arn­ir eru hins veg­ar aðeins staðsetn­ing­ar stöðva og Poké­stoppa, en Pokémon­arn­ir sjálf­ir geta birst nokk­urn veg­inn hvar sem er, en [...]