Nýjast á Local Suðurnes

Pólitík, Ásdís Rán og “The mile high club” í funheitum föstudagspistli

Ásdís Rán hefur yfirgefið klakann eina ferðina enn og að sjálfsögðu er það fært til bókar í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að ísdrottningin er bara venjuleg sveitastelpa frá Egilsstöðum segir hún íslenska karla hrædda við sig, en eina ferðina enn er hún á lausu. Ég veit það ekki, ég ætti kannski að fara að nota þetta og segja að ég sé bara venjulegur sveitastrákur úr Garðinum en karlmenn eru hræddir við mig. Ísdrottningin hefur sest að í Búlgaríu og ætlar að nema þyrluflug. Æi ég veit það ekki, eftir að hafa séð hana reyna að vera Marlin Monro í viðtölum og spilað sig hálf heimska þá er ég bara til í að sleppa þyrluflugferð með þessari elsku.

local

Árni Árna pælir í hinum ýmsu hlutum á föstudögum

Guðni Ágústsson og Jón Baldvin Hannibalsson voru gestir eyjunnar á sunnudaginn. Þetta spjall var með því skemmtilegra sem ég hef séð lengi. Guðni þakkaði góðu gengi íslenska landsliðsins skyrinu og íslensku sauðkindinni eins og honum er von og vísa, en Jón benti glögglega á að þetta væri nú pizzakynslóðin svokallaði og spurði um hæl hvort 48 milljarðarnir sem við borgum með íslenska landbúnaðinum sé þess virði. Þessir gömlu jaxlar komu með góða punkta, Jón Baldvin útskýrði ástæðu fylgistaps Samfylkingarinnar skýrast á loforðum sem flokkurinn efndi ekki á síðasta kjörtímabili. Auðlindir í þjóðareign, ný stjórnarskrá og skjaldborg heimilina sem Jón kallaði fúsk. Þá benti Guðni á að Sigmundur Davíð og Bjarni Bem þurfa núna að setjast niður og leysa úr fátækt eldri borgara og öryrkja og tala við ungt fólk í landinu. Það er eins og Guðni hafi lesið fjárlögin sem lögð voru fram nokkrum dögum síðar þar sem fram kemur kjarabót til bótaþega í landinu.

Vísnakvöld Alþingis fór fram í vikunni. Birgitta Jónsdóttir bar sigur úr býtum eftir að hafa breytt textanum „Ég skal mála allan heiminn elsku mamma.“ Má í raun segja, að mínu mati að þetta siguratriði hafi ýtt ennfrekar undir vantraust almennings á Alþingi. Gárungarnir á netheimum köstu fram slagorðinu „Fíkniefnalaust Alþingi 2020.“

Stjórnarandstæðan getur ekki glaðst yfir minni skattpíningu almennings í landinu sem fyrirhuguð er á næstu misserum. Áfram reynir Samfylkingin að halda í að ríkisstjórnin sé bara fyrir ríka fólkið. Þrátt fyrir að það var nú svo að Samfylkingin skar niður bótakerfið þegar flokkurinn var í ríkisstjórn, hættaði lyfjakostnað og fleira sem hafði verulega að segja um efnahag ellilífeyrisþega og öryrkja. Nú stendur til að hækka greiðslur til þessa þjóðfélagshópa í áföngum, vinna til baka skerðingu Samfylkingarinnar.

Guðlaugur Þór Þórðarson og Vilhjálmur Bjarnason þingmenn, ræddu á Alþingi stöðuna á greiðslumati. Kerfið er fáranlegt að mínu mati. Vilhjálmur sem er skuldlaus var í vanda að komast í gegnum slíkt mat. Ungt fólk í dag sem greiðir himinháa leigu og stendur við sínar skuldbindingar er ofter en ekki að komast í gegnum greiðslumat. Það getur greitt 250.000 þúsund í leigu en er ekki treyst til að greiða 150-170.000 þúsund krónur af eigin fasteign. Þarna er leið sem þarf að laga til að auðvelda fólki til að kaupa sína eigin fasteign. Guðlaugur og Vilhjálmur, ég skora á ykkur að leggjast yfir þetta og keyra í gegn breytingar á þessari þvælu.

Það er víst í tísku að vera ekki í tískunni í 101 eða skapa sína eigin tísku eftir eigin höfði. Ég að sjálfsögðu fagna fjölbreytileikanum þrátt fyrir að tískuslysin séu mörg en þau eru skemmtileg. Þetta hefur samt skapað mikið vandamál þarna í miðborginni. Á dögunum var Upphlut í eigu Heimilisiðnaðarfélgastins, sem var á sýningunni „Afrekskonur“ í ráðhúsinu stolið. Já tískan er orðin svo frjálsleg að hægt er að klæða sig upphlut og ganga út án þess að nokkur spáir í því og það versta er að viðkomandi hefur bara fallið ágætlega inn mannfjöldann. Nema hvað, til að toppa ástandið í miðbænum þá flæktist þangað hann Valli úr eyjum, klæddur Timberland skóm, rándýrum 66°norður jakka og í gallabuxum inn á veitingarstað og starfsfólkið varð svo hrætt að öryggisvörður vísaði honum á dyr – þau voru sannfærð um að maðurinn væri auðvitað róni. Ég meina hver lætur sjá sig í Timberland og 66°norður drasli í miðborginni?

Skemmtilegur flugþjóninn hjá Novwegian sem sendi kveðju í kallkerfi flugvélarinnar til pars sem hafði lætt sér inn á salerni til að ganga í Míluklúbbinn. Upphófst mikil hlátur meðal farþega við þetta uppátæki flugþjónsins. Það er víst mjög vinsælt að stunda samfarir á selernum flugvéla. Ég gæfi ekki fyrir það, við erum að tala um einn fermeter og þunn og væskisleg hurð á milli. En fólk leggur mikið á sig þegar náttúran kallar, ég þekki í gamla daga par í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem lagði reglulega leið sína í Leifsstöð og notuðu salernin fyrir fatlaða á háannatíma, svona er margt skrítið í eðli fólks.