Nýjast á Local Suðurnes

Pistill körfuboltakonu vekur athygli – “Dæmdir kynferðistafbrotamenn eiga ekkert erindi í íþróttir”

Pistill sem Erna Lind Teitsdóttir, fyrrum leikmaður Njarðvíkur í körfuknattleik ritar á Facebook-síðu sinni hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlinum, en í honum gerir hún kynferðisbrot leikmanns KR í körfuknattleik að umtalsefni.

Erna Lind segir meðal annars margir hafi haft óbragð í munni vitandi að leikmaður KR í körfuknattleik og dæmdur kynferðisbrotaður hafi verið kynntur við mikinn fögnuð þegar hann væri að spila körfubolta.

“Af mínum samskiptum að dæma, bæði við fólk innan körfuboltafjölskyldunnar og utan hennar, virðast allir vera sammála um að þetta sé hreinlega ekki í lagi,“ segir Erna Lind.

Erna Lind segir það blasa við að dæmdir kynferðistafbrotamenn eigi ekkert erindi í íþróttir og að það sýni vanvirðingu við leikmenn, köruknattleikshreyfinguna, yngri iðkendur og þolanda ofbeldisins.

„Að setja þennan mann í hóp þeirra fyrirmyndafólks sem við sjáum á vellinum er hrein vanvirðing. Það er vanvirðing við körfuboltahreyfinguna, það er vanvirðing við leikmennina sjálfa, það er vanvirðing við krakkana sem líta upp til þeirra og það sem mikilvægast er, það er vanvirðing við þolanda.“

Pistill Ernu Lindar er hér fyrir neðan í heild sinni: