Nýjast á Local Suðurnes

Pétur Jóhann snyrtir fisk í Grindavík – Ekki sá fljótasti í heimi

Grínistinn og sjóvarpsstjarnan Pétur Jóhann Sigfússon hefur undanfarnar vikur verið með regluleg innslög í magasínþættinum Ísland í dag á Stöð 2, þar sem hann heimsækir vinnustaði og fær að spreyta sig á hinum ýmsu störfum.

Á dögunum tó hann sig til og heimsótti fiskvinnslu í Grindavík og fékk að kynnast þeim störfum sem fram fara hjá Einarhamar Seafood. Pétur virtist finna sig vel í slorinu og hafði orð á því að þetta kæmist nokkuð nálægt því að vera skemmtilegasta vinna í heimi.

Pétur var þó ekki sá fljótasti og komst að því að snyrtingin er flókið verk og að lokum fann sér gott pláss í umbúðageymslunni til að leggja sig. Innslagið má sjá á Vísir.is með því að smella hér.

Mynd: Grindavík.is