Nýjast á Local Suðurnes

Persónuvernd gerði athugasemdir við Facebook-færslu lögreglu

Per­sónu­vernd gerði at­huga­semd­ir við Facebook-færslu lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um eftir að lögreglan hvatti for­eldra til að kaupa GPS-úr fyr­ir yngstu börn­in, en úrin eru nettengd tæki með staðsetn­ing­ar­búnaði og gera for­eldr­um kleift að fylgj­ast með ferðum barna sinna.

Lögreglan hvatt foreldra til þess að fjárfesta í slíkum búnaði í kjölfar þess að átta ára drengur skilaði sér ekki heim á tilsettum tíma á dögunum.

Lögregla greinir frá því á Facebook að Persónuvernd hafi komið því á fram­færi að tölu­verð hætta væri á því að hakk­ar­ar gætu brot­ist inn í snjallúr sem þessi.