Nýjast á Local Suðurnes

Óvíst með skautasvell í Aðventugarði

Reykjanesbær hefur fest kaup á tilbúnu skautasvelli fyrir tilstuðlan fjárveitingar sem fékkst úr verkefninu Betri Reykjanesbær.

Skautasvellið verður hluti af Aðventugarðinum og liður í þróun hans og ætlað að skapa íbúum og gestum ævintýralega og skemmtilega upplifun tengda aðventu og jólum, segir í bókun menningar- og atvinnuráðs sveitarfélagsins.

Flutningur á skautasvellinu til landsins er nú í vinnslu en fyrirséðar tafir eru á því ferli sökum þess ástands sem nú ríkir í gámaflutningum á alþjóðavísu, segir einnig í fundargerðinni og því er nauðsynlegt að setja ákveðinn fyrirvara á að hægt verði að setja skautasvellið upp fyrir þessi jól.