Nýjast á Local Suðurnes

Óvissa um stuðning ríkisins við uppbyggingu í Helguvík

Viðræður við stjórnvöld varðandi stuðning við uppbyggingu í Helguvík hafa ekki skilað árangri, segir í grein sem Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri skrifar og birt er á vef Reykjanesbæjar.

“Í langan tíma hafa bæjaryfirvöld reynt að fá stuðning ríkisins við uppbyggingu í Helguvík. Um tíma var vilji til þess að setja á sérlög, líkt og gert var vegna uppbyggingar á Bakka við Húsavík, sem hefði getað tryggt Reykjanesbæ talsverðan stuðning í formi víkjandi láns. Við nánari skoðun var sú leið hins vegar ekki talin fær því um leið hefði skuldsetning Reykjaneshafnar aukist. Það má ekki gerast.” Segir Kjartan Már Kjartansson meðal annars í greininni.

Þrátt fyrir óvissu með stuðning stjórnvalda er bæjarstjórinn bjartsýnn:

“Við ætlum samt að vera bjartsýn og trúum því að þingmenn okkar og ráðherrar skilji þá stöðu sem Reykjanesbær er í og leggi sig fram um að nota þær löglegu leiðir sem til eru til að hjálpa okkur út úr þessari erfiðu stöðu.”