sudurnes.net
Óvenju mikið um hnupl úr verslunum - Stolið fyrir tugi þúsunda á innan við viku - Local Sudurnes
Óvenju mikið hefur verið um hnupl úr verslunum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Í gær var tilkynnt um tvo aðila sem höfðu tekið kjötvörur að verðmæti rúmlega 6000 kr. í verslun og stungið í bakpoka. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð. Sl. föstudag hafði lögregla afskipti af tveimur öðrum einstaklingum sem höfðu hnuplað matvöru úr annari verslun að andvirði rúmlega 10. 000 kr. Áður höfðu tvö þjófnaðarmál komið upp. Í öðru tilvikinu var um að ræða vörur að andvirði tæplega 15.000 kr. og í hinu varning fyrir ríflega 6000 kr. Meira frá SuðurnesjumRífa tæplega 6.000 fermetra af byggingum á KeflavíkurflugvelliÁkærðir fyrir fjölda lögbrotaGuðrún mun sjá um fjármálin og stjórnsýslunaSuðurnesjaliðin með sigra – Tvíframlengdur spennutryllir á SauðárkrókiHérna leynast mögulega vísbendingar í gjafaleik Suðurnes.net!Sjáðu tvö FYNDNUSTU myndböndin á veraldarvefnum!Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð – Rúmlega 6 kíló af kannabisefnum haldlögðRándýrum snyrtivörum stolið í FríhöfninniMest lesið á árinu: Kadecostjórar á flottum launumViltu verða stjarna? Taktu þá lagið með Michael