sudurnes.net
Óskar eftir dómurum úr stúkunni - Local Sudurnes
Launadeilur dómara í körfuknattleik við Körfuknattleikssamband Íslands verða þess valdandi að dómara vantar á lokaleiki Pétursmótsins, sem fram fara í kvöld, en körfuboltadómarar munu ekki dæma leiki í meistaraflokki fyrr en deilan leysist. Ingvi Þór Hákonarson, varaformaður Kkd. Keflavíkur fer óvenjulega leið í að óska eftir dómurum á leiki kvöldsins, en hann óskar eftir fólki sem alla jafna er í stúkunni, en veit yfirleitt betur en lærðir dómar. Facebookfærsla Ingva Þórs: Alltaf þegar ég fer á körfuboltaleiki eru sérfræðingar í stúkunni sem vita allt betur en þeir sem eru að dæma. Ég er með svakalegt tilboð fyrir ykkur sem kemur ekki oft fyrir. Vantar dómara á pétursmótið í kvöld kl 18 og klukkan 20 nú er tækifærið fyrir ykkur. Koma svo. Meira frá SuðurnesjumNjarðvíkingar fá KR-inga í heimsókn í kvöldMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkGrindavík lagði Njarðvík í Maltbikarnum – Tyson-Thomas meiddist og fór af velliGrindavík lagði Stjörnuna – Keflavík tapaði gegn HaukumKeflavík – Stjarnan: Breyttur leiktímiVilja flýta byggingu íþróttahússJón Arnór yfirgefur Njarðvík“Landslið” Þróttar Vogum mætir ekki til leiks í bikarnum – Fara með málið alla leiðLeik Keflavíkur og Snæfells frestað vegna veðursNjarðvík og Grindavík úr leik í Lengjubikarnum