sudurnes.net
Óskað eftir tilnefningum til nýrra verðlauna Reykjanes Geopark - Local Sudurnes
MarkaðsstofaReykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark hafa ákveðið að veita árlega tvenn verðlaun til einstaklings eða fyrirtækis sem starfar í ferðaþjónustu á Reykjanesi. Annars vegar sérstök hvatningarverðlaun fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu en hins vegar verðlaun fyrir vel unnin störf innan greinarinnar. Hér með er óskað eftir tilnefningum til umræddra verðlauna. Tilnefningum ásamt stuttum rökstuðningi skal skilað á netfangið thura@visitreykjanes.is eða eggert@reykjanesgeopark.is fyrir 15. febrúar nk. Verðlaunin verða afhent miðvikudaginn 2. mars nk. á opnum morgunverðarfundi um ferðaþjónustu og markaðssetningu á vegum Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark. Á fundinum verður haldið áfram að rýna í ímynd Reykjaness auk þess sem horft verður til uppbyggingar á svæðinu. Meira frá SuðurnesjumÓska eftir tilnefningum til viðurkenninga ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2018Vetrarfundur ferðaþjónustunnar á Reykjanesi á fimmtudagÚtsýnispallar við Brimketil opnaðir á föstudagAlþjóðleg vottun færir aukin tækifæriBláa lónið opnar við ReykjanesvitaOpnir fundir um ferðamál á SuðurnesjumLeggja tólf milljónir króna í kynningu á Reykjanes GeoparkNýtt göngu- og útivistarkort fyrir ReykjanesskagaBláa lónið og HS Orka leggja 20 milljónir í uppbyggingu ferðamannastaðaSkýrist í september hvort Reykjanes Geopark fái vottun