sudurnes.net
Óska upplýsinga um fækkun umsækjenda um alþjóðlega vernd - Local Sudurnes
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafa óskað eftir upplýsingunum um fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd í sveitarfélaginu, en síðasta ári var undirrituð aðgerðaráætlun milli Félags-og vinnumarkaðsráðuneytis, Vinnumálastofnunar og Reykjanesbæjar meðal annars með það að markmiði að draga úr fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ á vegum Vinnumálastofnunar og af bókun fulltrúanna virðist sem þeír hafi áhyggjur af því að markmiðum um fækkun hafi ekki verið náð. Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks má sjá í heild hér fyrir neðan: „Samningur var gerður á milli Reykjanesbæjar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um samræmda móttöku flóttafólks í október 2022, en þar kemur fram að fækka átti flóttafólki úr 300 í 150 á árinu 2023.Í júní síðastliðnum var undirrituð aðgerðaráætlun milli Félags-og vinnumarkaðsráðuneytis, Vinnumálastofnunar og Reykjanesbæjar m.a. með það að markmiði að draga úr fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ á vegum Vinnumálastofnunar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum að markmið áætlunarinnar næðust ekki og óskar því svara við eftirfarandi: 1. Hversu margir voru í Reykjanesbæ í samræmdri móttöku flóttafólk 31. desember 2023? 2. Hefur fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ fækkað frá því í júní 2023 og þá hversu mikið?“ Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga [...]