Nýjast á Local Suðurnes

Óska eftir afstöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum til gjaldtöku á ferðamannastöðum

Reykja­nes Geopark hef­ur óskað eft­ir af­stöðu sveit­ar­fé­laga á Suðurnesjum til mögulegrar gjald­töku á ferðamanna­stöðum á svæðinu.  Þá samþykkti Bæjarráð Reykjanesbæjar á fundi sínum á dögunum að skoðaðir verði möguleikar á gjaldtöku vegna bílastæða á ferðamannastöðum.

„Við erum að kanna af­stöðu sveit­ar­fé­laga til þess hvaða leiðir eigi að fara til að fjár­magna upp­bygg­ingu. Ef þau meta það þannig að gjald­taka sé ein þeirra leiða kom­um við til með að skoða það áfram,“ seg­ir Eggert Sól­berg Jóns­son, verk­efn­is­stjóri Reykja­nes Geopark í samtali við mbl.is.

Eggert seg­ir að Reykja­nes Geopark leggi gjald­tök­una ekki til, ein­ung­is sé verið að óska eft­ir af­stöðu sveit­ar­fé­laga. Á næsta stjórn­ar­fundi Reykja­nes Geopark í des­em­ber verður málið tekið fyr­ir en stjórn­in er skipuð full­trú­um sveit­ar­fé­lag­anna.