sudurnes.net
Óska eftir að fá að setja upp sex jarðskjálftamæla - Local Sudurnes
Erindi frá ÍSOR var tekið fyrir á fundi skipulagsráðs Grindavíkur í mars síðastliðnum, í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á sex jarðskjálftamælum við eftirfarandi staði: 1. LFE (IMAGE-fónstæði) austan við Lágafell skammt frá Árnastíg. 2. SUH (IMAGE-fónstæði) austan við Sundvörðuhraun skammt frá Árnastíg. 3. RAH (IMGE-fónstæði ) við Rauðhól vestan við Eldvörp. 4. LAG (REYKJANET-fónstæði) í Lágum austan við Þórðarfell. 5. ISS (REYKJANET-fónstæði) við Borgarfjall skammt frá Sandakrastíg. 6. LSF (REYKJANET-fónstæði) í Litla-Skógfell. Erindinu fylgir greinargerð dagsett 01.02.2016 Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara um leyfi landeiganda og að gert verði grein fyrir hvernig uppsetning fer fram án þess að utanvega akstur eigi sér stað. Meira frá SuðurnesjumSegir samning við Útlendingastofnun skapa álag á innviði ReykjanesbæjarISS eldar fyrir starfsfólk KeflavíkurflugvallarMikil fjölgun í tilkynningum til barnaverndar – Álag á starfsfólki langt yfir viðmiðunarmörkumUm 100 ábendingar vegna lyktarmengunar – Tveir leitað læknisSamið við Skólamat um skólamatNauðsynlegt að verksmiðja USi sé í gangi á meðan úttekt fer framÓska eftir tilnefningum um Bæjarlistamann GrindavíkurÓska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi – Ekki komin endanleg niðurstaða frá réttarmeinafræðingiÞjóðverjar æfa á Eurofighter Typhoon orrustuþotum hér á landiMikið álag á bráðamóttöku HSS