Nýjast á Local Suðurnes

Óska eftir að fá að setja upp sex jarðskjálftamæla

Erindi frá ÍSOR var tekið fyrir á fundi skipulagsráðs Grindavíkur í mars síðastliðnum, í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á sex jarðskjálftamælum við eftirfarandi staði:

1. LFE (IMAGE-fónstæði) austan við Lágafell skammt frá Árnastíg.
2. SUH (IMAGE-fónstæði) austan við Sundvörðuhraun skammt frá Árnastíg.
3. RAH (IMGE-fónstæði ) við Rauðhól vestan við Eldvörp.
4. LAG (REYKJANET-fónstæði) í Lágum austan við Þórðarfell.
5. ISS (REYKJANET-fónstæði) við Borgarfjall skammt frá Sandakrastíg.
6. LSF (REYKJANET-fónstæði) í Litla-Skógfell.

Erindinu fylgir greinargerð dagsett 01.02.2016

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara um leyfi landeiganda og að gert verði grein fyrir hvernig uppsetning fer fram án þess að utanvega akstur eigi sér stað.