Nýjast á Local Suðurnes

Ósáttur fyrrum sjómaður: “Sauðsvartur er að fá útborgað 250 þúsund krónur”

Jón Sigursteinsson, íbúi og  fyrrum sjómaður á Suðurnesjum, hefur vakið athygli fyrir færslu sem hann skrifaði á samfélagsmiðlinum Facebook á dögunum. Færslan var skrifuð vegna frétta af fjárhagsvandræðum Reykjanesbæjar, og er á þessa leið:

“Meiri fréttir af af Suðurnesjum. Mjög lítið atvinnuleysi mælist nú á guðs útvalda nesi, cirka 3%. Fluttir eru inn Pólverjar og Litháar sem aldei fyrr, venjulegur sauðsvartur er að fá útborgað 250-280 þúsund krónur fyrir 12 tíma vaktavinnu. Fiskvinnslumaður með allar “diplómur” er á þriðja klukkutíma að vinna fyrir hamborgara á Olsen sem er nú ekki þriggja stjörnu. (Tek fram að borgarinn er góður) Guð blessi Ísland.”

Færslan vakti athygli blaðamanna á Hringbraut sem ræddu ítarlega við Jón, sem liggur ekki á skoðunum sínum, stundaði sjómennsku til fjölda ára á fær einungis um 155 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði sínum, hann tekur þó fram að sig skorti ekkert.

“Ég eyddi 11.000 dögum úti á sjó á aflahæstu skipum landsins en staðan er sú eftir öll þessi ár að lífeyrissjóðurinn slagar í 155.000 krónur hjá mér á mánuði. Gildi, lífeyrissjóður togarasjómanna er undirstaðan. Sá sjóður tók að sér 3-4 gjaldþrota sjóði til að að halda uppi flottasta lífeyriskerfi í landinu. Þetta er árangurinn,” segir Jón.

Viðtalið í heild sinni er að finna á vefsíðu Hringbrautatar.