sudurnes.net
Ósáttir við orð ráðherra varðandi nauðungarsölu - Local Sudurnes
Dómsmálaráðherra ræddi stöðu öryrkja sem missti hús sitt á nauðungaruppboði í Reykjanesbæ í kvöldfréttum RÚV og sagði meðal annars að sýslumaður hafi gert allt sem hann gat. Ábyrgðin á málinu lægi fyrst og fremst hjá gerðarbeiðanda, Reykjanesbæ. Guðbrandur Einarsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi og Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar eru ósáttir við ummæli ráðherra. Bæði Guðbrandur og Friðjón segja skoðun sína á orðum ráðherra í færslum á Facebook og bendir Guðbrandur á að sveitarfélögum beri að innheimta skuldir, að öðru leiti færu þau væntanlega á hausinn. Friðjón segir ráðherra skjóta fyrst og spyrja svo, eitt stutt símtal og hún hefði fengið betri yfirsýn yfir málið. Færsla Friðjóns í heild: Fréttir kvöldsins. Nýr dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, byrjar fyrstu vinnuvikuna á röngunni. Harmsaga fjölskyldunnar í Reykjanesbæ, sem missti húsið sitt á uppboði, er Reykjanesbæ að kenna, að hennar sögn. það hefði verið gott ef ráðherra hefði tekið stutt símtal og fengið allar upplýsingar um málið hjá heimamönnum. Þá hefðí hún fengið þá yfirsýn sem henni var nauðsynleg í stað þess að skjóta fyrst og spyrja svo. En auðvelt að slá sig riddara á annarra manna kostnað. Guðbrandur hafði þetta um málið að segja: Sveitarfélagi ber á öllum tímum að [...]