sudurnes.net
Ósamvinnuþýður vildi slást við lögreglu - Local Sudurnes
Tveir ökumenn voru staðnir að ölvunarakstri í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Annar þeirra brást illa við þegar lögregla hafði afskipti af honum. Hrækti hann og sparkaði í öxl lögreglumannsins er ók lögreglubifreið með manninn innanborðs á lögreglustöð. Á lögreglustöð vildi hann slást við lögreglu og var mjög ósamvinnuþýður. Þar kom í ljós að hann var, auk annarra brota, sviptur ökuréttindum. Hinn ökumaðurinn viðurkenndi á vettvangi að hann væri sviptur ökuréttindum. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Meira frá SuðurnesjumÞrjú vinnuslys á Suðurnesjum – Flugvirki fékk hurð í andlitiðMalbikað á Reykjanesbraut í dagFræsa og malbika: Tafir á umferð á Njarðarbraut og Reykjanesbraut á miðvikudagEyðilagði bíl og vegrið eftir að hafa dottað undir stýriÞrengja Reykjanesbraut vegna framkvæmdaLítilsháttar umferðartafir á Garðvegi vegna malbikunarframkvæmdaFræsa og malbika á fullu – Búast má við lítilsháttar töfum á umferðLækka hámarkshraða vegna framkvæmdaRafmagnsvagn kom vel út á KeflavíkurflugvelliSkessuhellir lokaður vegna viðgerða