sudurnes.net
Öryggisúttekt lokið á Grindavíkurvegi - Halda áfram að þrýsta á stjórnvöld - Local Sudurnes
Vegagerðin hefur lokið við öryggisúttekt á Grindavíkurvegi forgangsraðað tillögunum sem er ætlað að bæta umhverfi vegarins og gera hættuminni þar sem slys vegna útafaksturs eru tíðust. Skýrslan var rædd í bæjarráði Grindavíkurbæjar og telur ráðið ljóst að Vegagerðin hefur reynt eftir fremsta megni að vinna með það takmarkaða fjármagn sem til er í öryggisaðgerðir og viðhald vega en telur að auka þurfi það fjármagn verulega. Bæjaráð ítrekar því brýna nauðsyn þess að ráðast í framkvæmdir sem fyrst á veginum til að lagfæra slitlag, vegaxlir og fjölga útskotum. Þá munu bæjarstjórn Grindavíkur, bæjarstjóri og samráðshópur halda áfram að þrýsta á stjórnvöld og fjárveitingavaldið að koma veginum á samgönguáætlun, enda er vegurinn bæði fjölfarinn og hættulegur auk þess sem mikilvægt að aðgreina akstursstefnur sem fyrst. Meira frá SuðurnesjumÍstak bauð lægst í gerð hringtorga við ReykjanesbrautVegagerðin býður út hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og StekksFimm mánaða skilorð fyrir kynferðisbrot fyrir utan skemmtistað í ReykjanesbæBæjarstjórar segja Suðurnesin augljósan kost undir þjóðarhöllSólmundur heldur tónleika í Hljómahöll – Stendur fyrir hópfjármögnun á útgáfu plötuFjárlagafrumvarp 2018: Ekki lögð áhersla á framkvæmdir á ReykjanesbrautFramkvæma fyrir offjár í þágu mun færri en eiga líf sitt og limi undir ReykjanesbrautBúið að opna Grindavíkurvegtil norðursÍtrekað verið óskað eftir því að Vegagerðin bæti GrindavíkurvegHlýnar í veðri [...]