sudurnes.net
Orka náttúrunnar bauð best í rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla - Local Sudurnes
Þrjú tilboð bárust í alla hluta útboðs um uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjanesbæ. Alls er um að ræða 15 hleðslustöðvar víðsvegar um Reykjanesbæ. Samkvæmt skilmálum útboðsins leggur Reykjanesbær til bílastæði fyrir hleðslustöðvar og sér auk þess um að útvega heimtaugar með fullbúnum mælaskáp og sér um að tengja heimtaugarvið sérstaka götuskápa. Þá sér Reykjanesbær einnig um að koma fyrir rörum frá götuskápum að hleðslustæðum og útvegar og kemur fyrir sérstökum undirstöðum fyrir hleðslustaura og sér um allan yfirborðsfrágang við stæði. Sveitarfélagið er eigandi stæðanna og sér um almennt viðhald á stæðunum eins og öðru bæjarlandi. Sérleyfishafi fær bílastæðin afhent til afnota og öðlast rétt til setja upp hleðslustöðvar og innheimta þóknun fyrir veitta þjónustu í samræmi við samningsskilmála útboðsins. Sérleyfishafi fær eingöngu greiðslur fyrir veitta þjónustu frá notendum og fær engar greiðslu frá sveitarfélaginu. Bæjarráð sveitarfélagsins fór yfir málin á fundi sínum á dögunum og veitti framkvæmdastjóa umhverfis- og skipulagssviðs heimild til að undirrita samninga við hagstæðasta tilboðsgjafa sem var Orka náttúrunnar. Meira frá SuðurnesjumÞéna vel í Of Monster And Men – Raða sér í efstu sæti tekjulista listamannaSuðurnesjabær fær 15 milljóna verkefnastyrkiNjarðvíkingar nældu sér í dýrmætt stig í fallbaráttunniAuglýsa eftir framboðum á framboðslistaTæplega 750.000 lögðu leið sína [...]