Nýjast á Local Suðurnes

Örfáir fóru um flugvöllinn um páskana

Aðeins 99 farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll yfir páskana, á móti 84.000 farþegum sem fóru um völlinn þessa sömu daga á síðasta ári.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í dag. Þar er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að ef flugsamgöngur verði áfram í lamasessi muni ganga hratt á lausafé fyrirtækisins sem var um níu milljarðar um áramótin. Mikill fastur kostnaður fylgir rekstri flugvallarins og dugir lausafé Isavia til reksturs næstu fimm mánuði. Af þeim sökum er nú unnið að því að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins enn frekar að sögn Sveinbjarnar.