sudurnes.net
Örfáar kvartanir eftir að ljósbogaofn United Silicon náði fullu álagi - Local Sudurnes
Umhverfisstofnun bárust rúmlega 130 kvartanir á níu dögum eftir að ljósbogaofn verksmiðju United Silicon var ræstur á ný eftir stopp vegna bruna í verksmiðjunni. Ofnin var endurræstur þann 21. maí síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun náði ofninn fullu álagi um mánaðarmótin og þá snarfækkaði kvörtunum, en eftir að ofninn náði fullu álagi hafa stofnuninni borist á bilinu 1-2 ábendingar á dag, en Einar Halldórsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í samtali við Suðurnes.net að álag hafi minnkað nokkrum sinnum frá því að hann náði fullu álagi og að það kunni að skýra þær ábendingar sem hafi borist. “Möguleg skýring er álagið á ofninum en það hefur verið minnkað nokkrum sinnum frá því þar seinustu helgi en hefur verið í kringum 30 MW að mestu leiti.” Meira frá SuðurnesjumStöðva ljósbogaofn United Silicon vegna viðhalds – Uppkeyrsla fyrirhuguð í dagMeirihlutinn vill hætt verði við kísilver – Minnihlutinn vill að Stakksberg og Thorsil haldi áframUnited Silicon: 30 milljónir í ríkisaðstoð á tveimur árum – Ekki nýtt afslætti frá ReykjanesbæGrindavík tapaði gegn Snæfelli eftir tvíframlengdan leikOpið fyrir styrkveitingar úr Samfélagssjóði HS OrkuUmhverfisstofnun um kíslmálmverksmiðju USi: “Ekki hægt að hafa þetta svona lengi áfram“Brunalykt og bilað mengunarmælitæki eftir gangsetningu kísilversStyrkur arsens í andrúmslofti hefur margfaldast eftir að framleiðsla hófst [...]