Nýjast á Local Suðurnes

Opna upplýsingavef um Covid – Fjöldi fólks í sóttkví á Suðurnesjum stendur í stað

Land­læknisembæ­ttið og Al­manna­varn­ir hafa opnað vefsíðu þar sem er að finna upp­lýs­ing­ar um Covid-19 á Íslandi. Þar er að finna all­ar nýj­ustu frétt­ir, til­kynn­ing­ar, góð ráð, upp­lýs­ing­ar um viðbrögð á Íslandi og tölfræði.

Á tölfræðihluta síðunnar má finna upplýsingar um fjölda þess fólks sem er í sóttkví eftir landsvæðum. Þar má sjá að fjöldi þeirra einstaklinga sem eru í sóttkví á Suðurnesjum hefur staðið í stað á milli daga og voru 21 einstaklingur í sóttkví á Suðurnesjum. Ekkert smit hefur greinst á Suðurnesjum hingað til.