sudurnes.net
Opna öflugustu hraðhleðslustöð landsins - Local Sudurnes
Brimborg Bílorka hefur opnað öflugustu hraðhleðslustöð landsins á Flugvöllum 8 í Reykjanesbp. Stöðin er með hámarks afl upp á 600 kW. Boðið verður upp á fría hraðhleðslu til 1. desember næstkomanri, en eftir að opnunartilboði lýkur er verð á kWh hins vegar það lægsta miðað við hleðsluafköst eða aðeins frá 49 kr / kWh. Stöðin er opin fyrir alla rafbílanotendur með auðveldu aðgengi og einfaldri greiðslulausn með e1 appinu. Stöðin getur hlaðið 8 ökutæki í einu og allar tegundir ökutækja hvort sem eru fólksbílar, sendibílar, vörubílar, rútur eða strætisvagnar, segir í fréttatilkynningu. Hámarks hleðsluafköst eru allt að 400 kW fyrir einstök ökutæki. Meira frá SuðurnesjumOpna öflugustu hraðhleðslustöð landsins í ReykjanesbæStefnt á að bjóða upp á hollan kvöldmat frá leikskólum HjallastefnunnarBakað á KEFFái frítt í sund gegn gjaldiMeiri vinnuskólavinna – “Skiptir miklu máli að unglingar vakni snemma á sumrin”Heilsu- og forvarnavika – Ókeypis heilsufarsskoðun og frítt í sundMargt áhugavert í boði fyrir unglinga í Reykjanesbæ – Sjáðu bæklinginn hér!Biðskýlið bætir verulega við matseðilinn – Margir nýir réttir og frábær fjölskyldutilboð!Sundstaðir opnir – Tryggt að gestir geti haft 1 metra bil á milli sínGóð þátttaka í Skessumílunni sem verður árlegur viðburður