Nýjast á Local Suðurnes

Opna nýjan hjólreiðastíg í Vogum

Laugardaginn 26. júní næstkomandi verður nýr hjólreiðastígur í Vogum formlega opnaður fyrir umferð.

Athöfnin, sem hefst klukkan 13, mun eiga sér stað hálfa vegu milli Brunnastaðahverfis og Voga, nánar tiltekið á gatnamótum stígsins og reiðstígsins (sjá mynd með frétt).

Bryndís í Sunnuhlíð mun vígja stíginn með því að klippa á borða. Lögreglan verður á staðnum til þess að yfirfara búnað yngri kynslóðarinnar og verður ávaxtasafi og hraun í boði meðan að byrgðir endast.