Nýjast á Local Suðurnes

Opið bréf til bæjarstjórnar og starfsfólks Reykjanesbæjar: “Hef grátbeðið um aðstoð”

Innri - Njarðvík

Undanfarin misseri hefur húsnæðisvandi í Reykjanesbæ verið mikið til umræðu á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Suðurnes.net hefur fjallað um málið frá öllum hliðum og birt fréttir áf málum Sigrúnar Dóru Jónsdóttur og Helgu Jóhannsdóttur, auk þess að birta tilkynningu frá félagsmálayfirvöldum í Reykjanesbæ vegna málsins.

Sigrún Dóra hefur nú sent bæjaryfirvöldum opið bréf þar sem hún fer í gegnum sína hlið mála og samskipti sín við starfsfólk Reykjanesbæjar. Bréfið má finna í heild sinni hér fyrir neðan, auk tengla á þær fréttir sem birtar hafa verið af fyrrnefndum málum.

Opið bréf til bæjarstjórnar og starfsfólks Reykjanesbæjar.

Frá 26.apríl hef ég árangurslaust leitað á náðir ykkar og grátbeðið um aðstoð.

Þessi tími hefur verið verulega lærdómsríkur þó svo að ég hefði aldrei nokkurntímann kosið mér þessa aðstöðu. Ég, alein hef áorkað gríðarlega miklu þó svo að mín einu völd séu þau að ég þori að tala, sé með réttlætiskennd og óþolandi hreinskilin og þrjósk. Það eru ekki bara til lög sem þið eigið að vinna eftir heldur ættuð þið í ykkar stöðum að hafa metnað fyrir starfi ykkar. Ég var margoft ekki nógu mikilvæg í ykkar vinnutíma. Gat enginn gert neitt og allir ákveðnir í fyrirfram að það þýddi ekki að reyna neitt.

Eftir að ég kom fram í fjölmiðlum með sögu mína hefur greinilega gríðarlega miklum vinnutíma margra verið varið í afsakanir, ábendingar á aðra sem eiga að vera sökudólgar, pólitískar umræður og aðfinnslur á aðra flokka og fólk. Min valdastaða felst í munninum á mér og almúganum sem stendur með mér. Þegar ég leggst á koddann veit ég að mínum degi var vel varið í ömurlega vonlausum aðstæðum sem enginn kýs sér samt fæ ég ekki krónu fyrir. Almúginn er einn að leita lausna, standa saman og nýtir, þrátt fyrir valdleysi sitt sínum dýrmæta tíma í hugmyndir um lausnir.

Ég skora á ykkur að nýta ykkar vinnudag betur. Ég skora á ykkur að finna viljann til að vinna saman að lausnum frekar en að verja ykkur með því að varpa ábyrgðinni annað. Ég get lofað ykkur að tilfinningarnar að hafa reynt, barist og að framkvæma eru miklu betri en tilfinningarnar sem fylgja vanmætti, asökunum, uppgjöf og gremju.

Virðingarfyllst Sigrún Dóra.

 

Verður heimilislaus eftir tvo daga 

Hrósar félagsþjónustu þrátt fyrir heimilisleysi

“Menn hafa boðið mér húsæði gegn kynlífi”

Blöskrar ákvarðanataka barnaverndar

Velferðarsvið Reykjanesbæjar vegna húsnæðisvanda

Á þriðja tug heimilislausir

Leigufélag hættir við útleigu íbúða – Fjöldi manns lendir á götunni