Nýjast á Local Suðurnes

Ölvaður ók á móti umferð á Reykjanesbraut

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hafði af­skipti af all­mörg­um öku­mönn­um í vik­unni sem höfðu gerst brot­leg­ir með ein­um eða öðrum hætti. Einn þeirra, sem ók svipt­ur öku­rétt­ind­um, lét ekki segj­ast þegar lög­regla gaf hon­um ít­rekað merki um að stöðva bif­reiðina á Sand­gerðis­vegi held­ur ók til Sand­gerðis þar sem hann var hand­tek­inn.

Ann­ar, sem ók á rangri ak­rein á Reykja­nes­braut nærri Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar, var hand­tek­inn grunaður um ölv­un. Þriðji ökumaður­inn sem hand­tek­inn var, svipt­ur og grunaður um vímu­efna­akst­ur, var ekki í neinu ástandi til skýrslu­töku þegar á lög­reglu­stöð var komið.

Þá voru nær tutt­ugu öku­menn kærðir fyr­ir of hraðan akst­ur. Þar af var einn, er­lend­ur ferðamaður sem ók á 92 km hraða þar sem há­marks­hraði er 50 km á klukku­stund. Hann var jafn­framt staðinn að því að aka hægra meg­in fram hjá öðrum öku­tækj­um á kafla þar sem slík­ur framúrakst­ur er bannaður.