sudurnes.net
Ólögráða á of miklum hraða - Local Sudurnes
Ökumaður sem var á ferðinni eftir Reykjanesbraut í gær mældist á 146 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann reyndist ekki vera orðinn lögráða og tilkynnti lögreglan á Suðurnesjum því málið til barnaverndarnefndar. Annar ökumaður, ungur að aldri, sem lögregla hafði afskipti af reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Mál hans var einnig tilkynnt til barnaverndarnefndar. Þriðji ökumaðurinn var svo handtekinn vegna gruns um að hann væri ölvaður við aksturinn. Meira frá SuðurnesjumSviptur ökuréttindum eftir glæfraakstur á ReykjanesbrautOf seinn í flug fær háa sektFimm ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur um páskaUndir áhrifum fíkniefna á 192 kílómetra hraðaErlendur á ofsahraða undir áhrifumAmfetamín, kannabis og hraðakstur – Nóg að gera hjá lögreglunni á Suðurnesjum17 ára ökumaður ók hraðast allra – Sviptur og fær 130.000 króna sektSvaf ölvunarsvefni undir stýri við lögreglustöðina – Fékk að sofa lengur í fangaklefaErlendur greiddi háa sekt á staðnumSautján ára á fleygiferð