sudurnes.net
Öllu flugi frestað vegna sprengjuhótunar - Local Sudurnes
Frakt­flug­vél var lent á Kefla­vík­ur­flug­velli eft­ir að hót­un barst um að sprengja væri um borð í vél­inni. Þetta staðfest­ir Úlfar Lúðvíks­son lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um í sam­tali við mbl.is. Vegna þessa hef­ur allri um­ferð til og frá flug­vell­in­um verið frestað, og flug­vél­um sem á leið voru yfir Atlants­hafið hef­ur mörg­um verið snúið aft­ur við. Þá hring­sóla sum­ar við landið. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var flug­vél­in á leið frá Köln í Þýska­land til Kentucky-rík­is í Banda­ríkj­un­um þegar að sprengju­hót­un barst. Var flug­vél­inni þá snúið við og lent á Kefla­vík­ur­flug­velli. Segir á vef mbl.is Frakt­flu­vél­in lenti rúm­lega ell­efu á vell­in­um og standa aðgerðir lög­reglu nú yfir. Tölu­verður viðbúnaður er á Kefla­vík­ur­flug­velli. Meira frá SuðurnesjumFlugfarþegi léstÞurftu að lenda á Keflavíkurflugvelli – Erlendur á leið frá London til Detroit veiktistRautt hættustig á KEF – Lenti með brotinn hjólabúnaðFlugvél Icelandair lent heilu og höldnuVandræði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Fjölmörg útköll lögregluTreystu sér ekki til að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs – Gerðu fjórar tilraunirHringsólaði yfir Reykjanesi og beið færis til að lenda á Keflavíkurflugvelli“You saved me! I´m alive because of you!” – Björgunarsveit fær hjartnæmar þakkirNáðu að lenda en farþegar fá ekki að fara frá borðiTóku þátt í risa björgunaræfingu á Faxaflóa