Nýjast á Local Suðurnes

Ökumaður undir áhrifum fíkniefna handtekinn – Var á stolinni bifreið með þýfi í fórum sínum

Rúmlega tvítugur ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni reyndist hafa ýmislegt á samviskunni. Hann var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá ók hann svipur ökuréttindum og var á stolinni bifreið. Loks var hann með hníf í fórum sínum. Í tösku sem var í bifreið hans fundust kveikjuláslyklar að sex bifreiðum. Lyklunum hafði verið stolið þegar brotist var inn á bifreiðaverkstæði nýverið.

Ökumaðurinn var fluttur í annað umdæmi eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði tekið af honum skýrslu, en í því umdæmi þurfti lögregla einnig að hafa tal af honum.