sudurnes.net
Ökumaður undir áhrifum fíkniefna handtekinn - Var á stolinni bifreið með þýfi í fórum sínum - Local Sudurnes
Rúmlega tvítugur ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni reyndist hafa ýmislegt á samviskunni. Hann var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá ók hann svipur ökuréttindum og var á stolinni bifreið. Loks var hann með hníf í fórum sínum. Í tösku sem var í bifreið hans fundust kveikjuláslyklar að sex bifreiðum. Lyklunum hafði verið stolið þegar brotist var inn á bifreiðaverkstæði nýverið. Ökumaðurinn var fluttur í annað umdæmi eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði tekið af honum skýrslu, en í því umdæmi þurfti lögregla einnig að hafa tal af honum. Meira frá SuðurnesjumÁvinningur af örútboði á ritföngum og skrifstofuvörum rúmlega 14 milljónir krónaKynning – Gróðurmoldin afgreidd beint af kranaÖssur vill byggja í Reykjanesbæ – Þarf að taka þátt í hlutkesti um lóðirStálu talsverðu magni af hinum ýmsu lyfjumFengu gull heiðursmerki eftir áratuga starfÞrír handteknir vegna gruns um fíkniefnasöluHandtekinn í Leifsstöð með mikið magn af sterumKeflavík í úrslit MaltbikarsinsTekinn með piparúða og stolið greiðslukortFluttur alvarlega veikur á HSS eftir neyslu amfetamíns