Nýjast á Local Suðurnes

Óhagnaðardrifið leigufélag stofnað – Stefna á að hefja fjármögnun sem fyrst

Innri - Njarðvík

Stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins, Íbúðafélag Suðurnesja hsf. sem er óhagnaðardrifið leigufélag var haldinn í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ í gær. Tilgangur félagsins er að bjóða félagsmönnum leigu á ódýrari íbúðum en gengur og gerist á almennum markaði.

Á fundinum var samþykkt að hefjast handa við undirbúning að því verkefni að fjármagna og semja um byggingu leiguréttaríbúða og mun sú vinna fara í gang þegar formleg stofnun félagsins hefur farið fram, segir í tilkynningu.

Nokkrir aðilar tóku til máls á fundinum, þar á meðal Ísak Ernir Kristinsson, sem varaði við því að félagið starfaði á pólitískum vettvangi, þar sem það gæti gert félaginu erfiðara að starfa.