sudurnes.net
Oftast strikað yfir nöfn Margrétar og Friðjóns - Local Sudurnes
Oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum sem fram fóru á laugardag. Alls voru um 100 yfirstrikanir hjá öllum framboðum í Reykjanesbæ. Alls var 39 sinnum strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni. Strikað var 11 sinnum yfir nöfn á lista Beinnar leiðar og 7 sinnum hjá nýju framboði Umbótar. Strikað var átta sinnum yfir nöfn á lista Framsóknarflokksins. Í flestum tilfellum var strikað yfir nöfn oddvita framboða og fær Margrét Sanders þann vafasama heiður að hafa flestar yfirstrikanir, 15 talsins. Tíu sinnum var strikað yfir nafn Friðjóns Einarssonar hjá Samfylkingu og sex sinnum yfir nafn Valgerðar Pálsdóttur hjá Beinni leið. Meira frá SuðurnesjumLögregla leitar skemmdarvarga – Sex bílar skemmdir um helginaNjarðvík tapaði gegn botnliðinu – Komnir í botnbaráttunaStórir skjálftar mældust við ReykjanestáDelta bætir í – Á fjórða tug fluga í viku hverriRæða einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu á SuðurnesjumSeldu íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum fyrir tæpan milljarð í síðustu vikuFjórar frá Keflavík og Grindavík í A-landsliðinuÚlfur Úlfur kemur fram á TrúnóKeflavík getur tryggt sér sæti í Pepsí-deildinni í kvöldReynsluboltar skrifa undir nýja samninga hjá Njarðvík