sudurnes.net
Ódýrari hleðsla á rafbíla fyrir Grindvíkinga - Local Sudurnes
Hleðsluaðstaða fyrir rafbíla hefur verið sett við Hotel Volcano í Grindavík (gamla Festi) og er öllum með lögheimili í Grindavík að hlaða rafbílinn sinn með 20% afslætti. Bæjarbúar geta því fyllt t.d. 50 kWst rafbílinn sinn fyrir aðeins 1.060 kr. frá tómu batteríi, segir í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar. Það er Hleðsluvaktin sem á og rekur stöðvarnar, en um er að ræða grindvískt og ört vaxandi fyrirtæki á Íslandi með hleðslustöðvar fyrir heimili og sumarhús auk hleðslulausna fyrir fjölbýli og fyrirtæki. Hleðslustöðvarnar frá Hleðsluvaktinni hafa unnið til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna, t.d. þýsku iF Design Award 2021 fyrir hönnun og kerfisstjórn. Fyrir frekari upplýsingar má skoða www.hledsluvaktin.is, hringja í 513 1900, spjalla á Facebook @hledsluvaktin eða senda tölvupóst á info@hledsluvaktin.is. Meira frá SuðurnesjumAllt hægt á Facebook: Viltu næla þér í auðvelda mömmu? Eða fá Hafnfirðing á góðu verði?Þrjú hundruð æfa á KEFHótel Keflavík og Bláa lónið tilnefnd til virtra verðlauna“Langaði að hætta í fótbolta, íþróttinni sem ég lifði fyrir”Courtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðLava og Courtyard tilnefnd til alþjóðlegra verðlaunaHækkun lóðaleigu rangt reiknuð – Fékk tugþúsunda endurgreiðsluSamkeppnisútboð Kadeco tilnefnt til verðlaunaÞorleifur leggur skó á hilluVilja byggja útsýnispall á vatnstanki