Nýjast á Local Suðurnes

Oddný hættir sem formaður Samfylkingarinnar

Odd­ný G. Harðardótt­ir hef­ur ákveðið að segja af sér for­mennsku í Samfylkingunni. Þetta til­kynnti hún að lokn­um fundi með for­seta Íslands á Bessa­stöðum.

Yf­ir­lýs­ing Odd­nýj­ar:

Ég tók við sem formaður á mikl­um erfiðleika­tím­um í Sam­fylk­ing­unni, tæp­um fimm mánuðum fyr­ir kosn­ing­ar. Á þeim stutta tíma tókst ekki að snúa við erfiðri stöðu flokks­ins og niðurstaða kosn­ing­anna er mér mik­il von­brigði.

Sam­fylk­ing­in náði ekki ár­angri í þess­um kosn­ing­um, en það kem­ur dag­ur eft­ir þenn­an dag og við höld­um áfram. Það er afar mik­il­vægt að það skap­ist friður inn­an flokks­ins svo hægt sé að byggja starfið upp að nýju.

Ég ætla að leggja mig alla fram við þá vinnu sem framund­an er við að efla Sam­fylk­ing­una, því sjald­an hef­ur verið mik­il­væg­ara en nú að rödd jafnaðarmanna heyr­ist kröft­ug­lega í ís­lensk­um stjórn­mál­um og á Alþingi.

Af­ger­andi niður­stöður kosn­ing­anna kalla hins veg­ar á af­ger­andi viðbrögð. Ég hef því ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Logi Ein­ars­son, vara­formaður og ný­kjör­innþingmaður Norðaust­ur­kjör­dæm­is, tek­ur nú við stjórn flokks­ins.