sudurnes.net
Óafsakanlegt hversu langan tíma tók að koma á rafmagni - Local Sudurnes
HS veitur hafa sent frá sér tilkynningu vegna rafmagnsleysis í Grindavík sem stóð yfir í tæpar 10 klst hjá sumum íbúum sl. föstudag. Í tilkynningunni eru orsök rafmagnsleysisins útskýrð auk þess sem farið er yfir ástæður þess hvers vegna viðgerð tók svo langan tíma. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan, en þar kemur meðal annars fram að óafsakanlegt sé hversu langan tíma tók að koma á rafmagni. Rafmagnsleysi í Grindavík 5. mars 2021 Bilunarinnar varð vart þegar spennir 2 í tengivirkinu í Svartsengi leysir út um kl. 13:40. Hófst þá leit að orsökum bilunarinnar, í upphafi hjá HS Orku og Landsneti og síðan einnig HS Veitum. Um kl. 15:30 eru allir orðnir sannfærðir um að ekki sé um bilun að ræða í orkuverinu og spennir 2 þá spennusettur að nýju en þá hófst skoðun á því hvort strengurinn milli Svartsengis og aðveitustöðvar í Grindavík (GRI-A) væri bilaður eða einhver búnaður þar. Mæla þurfti strenginn frá báðum endum og gera ýmsar aðrar athuganir því ef spennu hefði verið hleypt á bilaðan strenginn hefði orðið útsláttur í orkuverinu. Þessum athugunum var lokið um kl. 18:00 og var þá strengurinn spennusettur og gekk það vel. Næst var að hleypa straum á [...]