sudurnes.net
Nýtt hættumatskort frá Veðurstofunni - Local Sudurnes
Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti, svæði 1 – 4. Tvö ný svæði hafa bæst við kortið, svæði 5 – 6. Að öllu óbreyttu gildir þetta kort til fimmtudagsins 28. desember. Kortið sýnir mat á hættum sem eru til staðar og nýjum hættum sem gætu skapast með litlum fyrirvara innan tilgreindra svæða. Eingöngu er lagt mat á hættu innan þessara svæða, en hættur geta leynst utan þeirra. Aðstæður innan og utan svæðanna geta breyst með litlum fyrirvara. Veðurstofan mun halda áfram að vakta þróun virkninnar. Ítarleg umfjöllun er að finna á vef Veðurstofunnar. Meira frá SuðurnesjumU18 landsliðið Norðurlandameistari í körfu – Suðurnesjadrengir stóðu sig velÁgætlega orðað bréf dugði ekki til að fá að byggja stærraFótboltinn fer á fullt á ný – Ólík staða SuðurnesjaliðannaBjóða upp á skotnámskeið fyrir börn og unglingaVilja auka styrki til landsliðsfólks – Leikmenn greiða hundruð þúsunda úr eigin vasaLægðin fletti klæðningu af Nes­vegiVonast til að geta boðið eldri borgurum niðurgreiddan mat á nýLoka fyrir aðgang að gossvæðinu í nóttNjarðvíkursigur í Ásgarði – Mögnuð endurkoma Tyson-ThomasHluti efri byggða Keflavíkur án [...]