sudurnes.net
Nýtt deiliskipulag við Brimketil á að vernda svæðið fyrir auknum ágangi - Local Sudurnes
Skipulagsnefnd Grindavíkur tók fyrir tillögu að deiliskipulagi fyrir Brimketil á fundi sínum þann 18. janúar síðastliðinn. Tillagan var auglýst frá 3. nóvember 2015 til og með 21. desember 2015, engar athugasemdir bárust og umsagnir gefa ekki ástæðu til breytinga eftir auglýsingu. Tilgangur verkefnisins er að vinna skipulag fyrir hverfisverndarsvæði Brimketils þar sem lögð er áhersla á bætt og öruggara aðgengi og aukið verði gildi svæðisins til útivistar. Í leiðinni er verið að stýra umferð og vernda svæðið fyrir auknum ágangi. Meginmarkmið með deiliskipulagsáætluninni er að skilgreina aðkomu að svæðinu, skilgreina áningastaði og bílastæði og bæta aðstöðu til útivistar á svæðinu í heild. Svæðið er skilgreint sem hverfisverndarsvæði HV2 í Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030. Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs skipulagið til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meira frá SuðurnesjumMikilvægt að auka fjármagn og semja strax við verktakaGert ráð fyrir óbreyttri stöðu Reykjaneshafnar í fjárhagsáætlun ReykjanesbæjarPáll Magnússon mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í SuðurkjördæmiCarmen Tyson-Thomas með stórleik í mikilvægum NjarðvíkursigriSex Suðurnesjastúlkur í landsliðshópnum í körfuknattleikGrindavíkurbær samþykkir frístundastefnu til næstu 5 áraBlöðrur og bombur á Pallaballi á LjósanóttHvetja til trjáklippingaÁfrýjar biðlaunamáli til HæstaréttarHöfnuðu sparnaðartillögum minnihluta