sudurnes.net
Nýtt bókunarkerfi Isavia á Keflavíkurflugvelli - Möguleiki á betra verði sé bókað fram í tímann - Local Sudurnes
Isavia hefur nú kynnt bókunarkerfi á vef Keflavíkurflugvallar þar sem farþegar geta bókað bílastæði á flugvellinum fram í tímann. Þannig geta þeir farþegar sem eru á leið í flug tryggt sér bílastæði á betra verði en þeir sem borga við hlið. Með þessu nýja bókunarkerfi minnka auk þess líkur á því að stæðin fyllist á álagstímum á flugvellinum. Þann 1. mars verður einnig tekin upp ný gjaldskrá við bílastæðahlið og mun verð fara úr 1.250 krónum í 1.750 krónur á dag ef borgað er við hlið án þess að bóka bílastæði fyrirfram. Lægsta verð sem er í boði núna ef bókað er á vefnum er hins vegar 940 kr. á dag, en verðið fer eftir eftirspurn á hverjum tíma. Þannig mun stór hluti farþega sem bóka bílastæði fá betra meðalverð á dag en áður hefur boðist auk þess sem farþegar geta gengið að bílastæðinu vísu. Kerfið er þekkt á flugvöllum víða um heiminn og hefur að sögn Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, verið í þróun og innleiðingu hjá Isavia í meira en ár. Hafa kerfi sem þessi reynst afar vel á erlendum flugvöllum og þá sérstaklega þegar kemur að aðgangsstýringu á bílastæðin. „Þessi nýja leið mun vonandi verða til þess [...]