sudurnes.net
Nýr vefur Ljósanætur tekinn í notkun - Local Sudurnes
Nýr vefur Ljósanætur er kominn í loftið, en tekin var ákvörðun um að ráðast í gerð nýrrar vefsíðu fyrir hátíðina þar sem sú gamla var orðin barn síns tíma og glímdi við ýmsa tæknilega erfiðleika. Vefsíðan sem nú hefur litið dagsins ljós er unnin í samvinnu við vefhönnunarfyrirtækið Stefnu á Akureyri og hefur að megin markmiði að dagskrá hátíðarinnar sé sem aðgengilegust. Dagskráin birtist eftir dögum í tímaröð auk þess sem hægt er að skoða heildardagskrá. Þá er einnig á einfaldan hátt hægt að flokka viðburði eftir tegund og einnig tegund og dögum. Þannig má á auðveldan hátt finna dagskrá fyrir börn á laugardegi svo dæmi sé tekið. Meðal nýjunga er að nú birtast á síðunni fréttir tengdar hátíðinni, þannig að allar helstu upplýsingar um hátíðina og það sem er efst á baugi hverju sinni er þar að finna. Þá er nú einnig hægt að skoða dagskrána á ensku sem er mjög jákvæð viðbót. Líkt og verið hefur er einn megin kostur síðunnar sá að viðburðahaldarar skrá sjálfir á síðuna eigin viðburði með texta og mynd. Þar bíða samþykktar og birtast að því fengnu. Nú er einnig hægt að setja inn upplýsingar á ensku um viðburðinn og er fólk eindregið hvatt til [...]