sudurnes.net
Nýr samningur vegna flóttafólks - Gert verði ráð fyrir auknum innviðakostnaði - Local Sudurnes
Samningur félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, Fjölmenningarseturs og Reykjanesbæjar um samræmda móttöku flóttafólks rennur út 31. desember 2023. Við gerð nýs samnings telur velferðarráð Reykjanesbæjar að mikilvægt sé að gert verði ráð fyrir fjármagni vegna innviðakostnaðar. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins, en þar segir meðal annars: Velferðarráð leggur áherslu á að við gerð nýs samnings um samræmda móttöku verði stefnt að því að umfang samningsins verði viðráðanlegt fyrir innviði Reykjanesbæjar og vísar þar til bókunar á fundi ráðsins 18. janúar 2023. Auk þess telur velferðarráð mikilvægt að gert verði ráð fyrir fjármagni vegna innviðakostnaðar, svo sem menntunar og frístundastarfs flóttabarna, almenningssamgangna, heilbrigðisþjónustu og löggæslu svo dæmi séu tekin. Meira frá SuðurnesjumPíratar með málþing um höfundaréttarmál í Reykjanesbæ í dagPrjóna fyrir leikskólabörn í ReykjanesbæBláa lónið opnar við ReykjanesvitaEkki enn samið við flugvallarstarfsmenn – Aðgerðir gætu haft mikil áhrif á starfsemi KEFFida fékk hvatningarviðurkenningu FKASuðurnesjamaður verður á meðal stærstu eigenda EllingsenSví­ar taka upp Suðurnesjamódelið í heimilsofbeldismálumBase hotel í þrotUnnið að því að afla upplýsinga um eldra fólk sem býr eittGríðarlegt álag á bílstjórum – Leggur til að strætókortum flóttafólks verði lokað