sudurnes.net
Nýr og stærri Loksins opnar á KEF - Local Sudurnes
Nýr og stærri Loks­ins Café & Bar hef­ur verið opnaður í suður­bygg­ingu keflavíkurvall­ar­. Á nýja staðnum verður upp á breiðara vöru­úr­val í bæði mat og drykk. Á fjöl­breytt­um mat­seðli verður meðal annars boðið upp á ný­bakað hand­gert bakk­elsi, morg­un­verðarskál­ar, salöt­, ferskt cia­batta og girni­leg­a heit­a rétt­i, segir í tilkynningu. Nýr Loks­ins Café & Bar er meira af­markaður en áður fyr­ir betri hljóðvist og stemn­ingu en HAF Studio á veg og vanda að hönn­un staðar­ins. Loks­ins Bar opnaði fyrst árið 2015 á Kefla­vík­ur­flug­velli og var hannaður af HAF Studio í sam­starfi við Hjalta Karls­son og hönn­un­ar­stofu hans Karls­sonwil­ker. Við hönn­un staðar­ins var upp­haf­lega hug­mynd­in að end­ur­skapa al­vöru reyk­víska bar­stemn­ingu og kynna ýms­ar ís­lensk­ar hefðir í mat, drykk og menn­ingu fyr­ir er­lend­um ferðamönn­um, segir í tilkynningunni. Á nýj­um og stærri Loks­ins Café & Bar er öll hönn­un byggð á þess­um grunni. Bar­inn stát­ar af einu besta út­sýn­inu á flug­vell­in­um þar sem lang­hlið staðar­ins vís­ar út á flug­braut­ina til suðurs. Við inn­gang staðar­ins er skeifu­laga bar sem skipt­ir staðnum í tvö svæði; annað hugsað sem hefðbundið kaffi­hús en hitt sem öl­stofa. Meira frá SuðurnesjumBakað á KEFGerðu þitt eigið majónes – Einfalt og fljótlegtRannveig og Anna leiða Hugleiðsluhádegi alla mánudaga í veturFræða foreldra um kvíða barnaStrangar reglur um kynlíf gesta í Bláa lóninuNorræna félagið býður ungmennum á [...]