sudurnes.net
Nýr og breyttur Fjölnir GK 157 kom til heimahafnar í gær - Local Sudurnes
Línubáturinn Fjölnir GK 157 sem er í eigu Vísis kom til heimahafnar í Grindavík í gær en hann hefur verið í gagngerum breytingum og endurbótum í Pólllandi undanfarnar vikur. Meðfylgjandi mynd tók Jón Steinar Sæmundsson en kvótinn.is fjallaði um heimkomuna: Línubátur Vísis, Fjölnir, er væntanlegur til heimahafnar í Grindavík á morgun eftir miklar breytingar í Gdansk í Póllandi. Hann var lengdur um níu metra, sett íbúðahæð undir brúna. Skipið var allt sandblásið og klætt innan í hólf og gólf, bæði lest og millidekk og allar íbúðir eins og nýjar. Rafmagnið var tekið upp og sett í hann hliðarskrúfa og dekkhús undir mastrið. Eftir breytingarnar tekur Fjölnir 330 kör í lest, en þegar skipið kemur heim liggur fyrir að setja í hann allan búnað til vinnslu og kælingar á fiskinum, en millidekkinu var lyft um 30 sentímetra. Í það verður verður farið eftir áramótin að sögn Kjartans Viðarssonar, útgerðarstjóra Vísis. Kjartan segir að þetta sé töluverður pakki, en kostnaður í heild er um 250 milljónir króna. Fjölnir var áður gerður út frá Kanada um tíma undir nafninu Ocean Breeze og var þar áður Rifsnes frá Hellissandi. Kjartan segir að báturinn sé búinn að vera nokkuð lengi á leiðinni heim frá Póllandi enda [...]