Nýjast á Local Suðurnes

Nýr körfuboltavöllur við Heiðarskóla vígður

Mynd; Heiðarskóli

Endurbyggður körfuboltavöllur við Heiðarskóla var vígður í roki og rigningu í dag, en sprækir krakkar ásamt skólastjóra létu það ekki á sig fá þó nokkrir dropar féllu á meðan á athöfninni stóð.

Lengi hefur verið beðið eftir að nýtt undirlag verði lagt og nýjar körfur settar upp á körfuboltavöllinn við innganginn í íþróttahúsið og í vikunni var nýi körfuboltavöllurinn tilbúinn, mörgum nemendum til mikillar gleði, segir á heimasíðu Heiðarskóla.

Við vígsluna söfnuðust nemendur saman í kringum völlinn og eftir að Haraldur Axel skólastjóri hafði sagt nokkur orð lék nemendaráð skólans stuttan körfuboltaleik, drengir á móti stúlkum og slóst Haraldur Axel í lið með drengjunum og Bryndís Jóna aðstoðarskólastjóri með stúlkunum. Endaði leikurinn með tveggja körfu jafntefli.