Nýjast á Local Suðurnes

Nýr forstjóri HS Orku ráðinn á næstunni – Þetta eru hæfniskröfurnar!

Nýr forstjóri HS Orku verður ráðinn á næstunni, en frestur til að skila inn umsókn um starfið rennur út á morgun, 11. september.

Í starfslýsingu kemur fram að leitað sé að aðila til að leiða félagið í áframhaldandi eflingu á grunnrekstri, uppbyggingu á framleiðslu og þróun á nýjum tækifærum, auk þess að stýra daglegum rekstri, móta stefnu í samráði við stjórn og bera ábyrgð á að fyrirtækið nái settum markmiðum.

Eftirfarandi eru þær hæfniskröfur og þeir eiginleikar sem stjórn HS Orku leitast eftir í nýjum forstjóra:

  • Leiðtogahæfileikar
  • Yfirgripsmikil reynsla af rekstri fyrirtækja
  • Stefnumótandi og árangursmiðuð hugsun
  • Gott auga fyrir frekari þróun og viðskiptatækifærum
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
  • Mjög góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

HS Orka er stærsta orkufyrirtæki landsins í einkaeigu og hefur verið leiðandi á sviði endurnýjanlegrar orku í 40 ár. Fyrirtækið á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir á Reykjanesi auk þess sem framundan er tímabil uppbyggingar.