sudurnes.net
Nýr flokkur vill endurgjaldslausar skólamáltíðir - Local Sudurnes
Nýr stjórnmálaflokkur í Reykjanesbæ, Umbót, vill að skólamáltíðir verði endurgjaldslausar fyrir grunnskólabörn í sveitarfélaginu. Flokkurinn býður fram í fyrsta sinn í kosningunum sem fram fara í maímánuði og virðast fjölskyldumál flokksmönnum hugleikin, ef marka má stefnuskránna sem birt er á vef flokksins, Umbót.is. Þannig stefnir flokkurinn á, komist hann til valda, að Reykjanesbær sýni metnað í úrræðum eins og félagsfærninámskeiðum og vináttuþjálfun fyrir börn og ungmenni og fólk af erlendu bergi brotið. Þá segir í stefnuskrá að vilji sé til þess Reykjanesbær hugi betur að lögbundinni þjónustu við börn og fjölskyldur og að fjármagn verði tryggt fyrir liðveislu og önnur sambærileg stuðningsúrræði velferðarþjónustu. Auk þessa er stefnt á að í sveitarfélaginu verði hugað betur að líðan grunnskólanemenda með því að auka fagþekkingu innan skólanna meðal annars með skólafélagsráðgjöf, segir í stefnuskrá. Meira frá SuðurnesjumNexis vill stuðla að bættri líðan með því að nýta vinnutíma til heilsueflingarHafnavegur ekki tengdur við hringtorg – Ekki á skipulagi og fjárveitingu vantarUppfylla ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélagaSkorar á bæjarstjóra að gera hreint fyrir sínum dyrumHöfðar til samvisku kaupanda í útburðarmáli og býðst til að hefja söfnunLobster-Hut vill að Suðurnesjamenn fái að kynnast besta skyndibitanumLæknar á HSS nota frítíma í vinnu á öðrum stofnunum – [...]